Velkomin á Klíníkina

Þarftu hjálp við þyngdarstjórnun?

Einstaklingur með offitu getur verið heilbrigður og án sjúkdóma en með aukinni offitu aukast líkur á alvarlegum fylgisjúkdómum eins og háþrýstingi, sykursýki og kæfisvefni. Offita er krónískur sjúkdómur og meðferðin er alltaf ævilöng. Gott mataræði og reglubundin hreyfing er alltaf grunnurinn að góðri heilsu fyrir alla óháð þyngd.  Hægt er að flýta fyrir bata (ekki lækningu) með samtalsmeðferð og ráðgjöf, lyfjagjöf og efnaskiptaaðgerðum.

Ekki hika við að heyra í okkur ef þig langar að vita hvað við getum gert fyrir þig.

Hvernig getum við hjálpað?

Ráðgjöf og ​stuðningur

Lyfjameðferð

Efnaskiptaaðgerðir

Námskeið

Það eru til lausnir

Meðferð við ofþyngd og offitu

Lífsstílsbreytingar eru nauðsynlegar fyrir alla sem þurfa að létta sig og til þess að viðhalda árangri, sama hvaða leið er valin til þess að léttast eða koma í veg fyrir þyngdaraukningu. Stundum getur verið nóg að fá aðstoð til þess að breyta um lífsstíl með viðtölum, næringarfræðslu og hreyfingu. Aðrir og oftast þeir sem eru komnir með offitu (BMI >30) þurfa meiri stuðning og jafnvel inngrip með lyfjum eða skurðaðgerð til þess að ná þyngdinni niður til langframa. Það er jafnframt mikilvægt að muna að offita er krónískur sjúkdómur sem þarf að vinna með alla ævi líka ef farið er í efnaskiptaaðgerð. 

Reynslusögur

Umsagnir frá skjólstæðingum okkar

Ég er búinn að léttast um 94kg síðan ég fór í aðgerðina. Uppfullur og orku og líður eins og að ég hafi yngst um 10 ár.

Jóhann Ólafur​ Hjáveita

Ég þarf mun minni svefn en áður, er miklu orkumeiri, tek þátt í öllu sem fjölskyldan mín tekur sér fyrir hendur í útivist, leik og starfi.

Anna Magaermi

Ég er alsæll og þetta er besta ákvörðun lífs míns.

Ingólfur G Magaermi

Fræðsla og fréttir

Fræðsluefni

Hugmyndir að máltíðum

Hugmyndir að máltíðum

Hvað á ég að borða? Hugmyndir að máltíðum bæði fyrir…

Verkjalyf eftir efnaskiptaaðgerð

Verkjalyf eftir efnaskiptaaðgerð

Það er mikilvægt að velja rétt verkjalyf sérstaklega ef þú…

Hægðatregða, hvað er til ráða?

Hægðatregða, hvað er til ráða?

Hægðatregða eftir aðgerð er mjög algengur fylgikvilli eftir efnaskiptaaðgerðir.

Afhverju að velja klínikina?

Reynsla, hæfni og góð aðstaða

Aðalsteinn Arnarson

Kviðarholsskurðlæknir

„Við viljum bestu mögulegu lífsgæði fyrir þig“

Klíníkin hefur innan sinna raða sérfræðinga í fremstu röð á sviði lækninga auk þess að vera með fullkomnar skurðstofur og veita frammúrskarandi þjónustu við skjólstæðinga sína. Hjá okkur ertu alltaf í fyrsta sæti.

FAGMENNSKA

Skjólstæðingar og samstarfsfólk getur treyst á fagmennsku á öllum sviðum í Klíníkinni Ármúla.

HLÝLEIKI

​​Við sýnum skjólstæðingum og samstarfsfólki hlýleika í öllum okkar samskiptum.

ELDMÓÐUR

Við erum lausnamiðuð og jákvæð gagnvart viðskiptavinum og samstarfsfólki og sinnum okkar starfi af eldmóði.

TRAUST

Skjólstæðingar og starfsfólk getur treyst á þagmælsku og heiðarleika í öllum okkar samskiptum.

Fylgstu með og skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann og þú færð allar nýjustu fréttirnar um leið og þær berast.