BMI (Body Mass Index) eða líkamsþyngdarstuðull er reiknað gildi út frá hæð þinni og þyngd. Stuðullinn er reiknaður með því að deila þyngd í kílógrömmum með hæðinni í metrum í öðru veldi (kg/m2).  Líkamsþyngdarstuðullinn getur gefið þér vísbendingar um heilsufar þitt og hvort ástæða sé til þess að ræða við fagaðila um þyngdarstjórnunarmeðferð. BMI er hugsað fyrir fullorðna (18 ára og eldri).

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru eftirfarandi BMI flokkar notaðir til að flokka offitu:

  • BMI < 18,5: undirþyngd
  • BMI 18,5-24,9: eðlileg þyngd
  • BMI 25,0-29,9: of þung/ur
  • BMI 30,0-34,9: offita í flokki I
  • BMI 35,0-39,9: offita í flokki II
  • BMI ≥ 40,0: offita í flokki III

Það er mikilvægt að hafa í huga að BMI er ekki alltaf nákvæm vísbending um heilsufar þitt, þar sem það tekur ekki tillit til líkamssamsetningar. Hins vegar er það mikið notað og þægilegt tæki til að skima og flokka offitu. Aðrir mælikvarðar eins og mittismál og líkamsfituprósenta má nota í tengslum við BMI til að gefa fullkomnari mynd af heilsufari þínu.

BMI reiknivél
Notaðu þessa reiknivél til að athuga líkamsþyngdarstuðul (BMI).
BMI reiknivél
Hæð
cm.
Vinsamlega sláðu inn gildi á milli 125 og 225.
Þyngd
kg.
Vinsamlega sláðu inn gildi á milli 10,0 og 500,0 (einn aukastafur).
Hæð
ft.
in.
Vinsamlega sláðu inn gildi á milli 4,2 og 7,3
Þyngd
lb.
st.
Vinsamlega sláðu inn gildi á milli 22,0 og 1000,0 (einn aukastafur).
Reiknaðu BMI

Undirþyngd

Ef þitt BMI er undir 18,5 telst þú vera í undirþyngd. Að vera í undirþyngd getur leitt til ýmissa heilsufarsvandamála eins og ónæmiskerfi sem starfar illa,  minnkaðri beinþéttni, frjósemisvandamál og vannæringu.  Að vera í undirþyngd getur átt ýmsar orsakir eins og bágborið mataræði, sjúkdómar og átraskanir. 

Það er alltaf góð hugmynd að tala við fagaðila um áhyggjur sem þú gætir haft varðandi þyngd þína og almenna líðan þar sem þeir geta veitt persónulegar leiðbeiningar og stuðning.

Eðlileg þyngd

Ef þitt BMI er milli 18,5-24,9 ertu talinn vera í eðlilegri þyngd. Að vera innan eðlilegra þyngdarmarka er ákjósanlegt fyrir heilsuna þar sem það dregur úr hættu á langvinnum sjúkdómum eins og hjartasjúkdómum, sykursýki og ákveðnum krabbameinum. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að BMI er ekki fullkominn mælikvarði á heilsu og það eru aðrir þættir sem geta haft áhrif á heilsufar, svo sem erfðir, lífsstíl og undirliggjandi sjúkdómar. 

Það er alltaf góð hugmynd að tala við fagaðila um áhyggjur sem þú gætir haft varðandi þyngd þína og almenna líðan þar sem þeir geta veitt persónulegar leiðbeiningar og stuðning.

1 Forstig offitu 

Ef þitt BMI er á milli 25 og 29,9 ertu talinn vera í ofþyngd. Ofþyngdin getur aukið hættuna á heilsufarsvandamálum eins og sykursýki, háþrýsting, hækkaðri blóðfitu, ákveðnum tegundum krabbameina, kæfisvefni og stoðkerfisvandamálum. 

Það er mikilvægt að hafa í huga að heilsufarsáhætta getur verið mismikil og tengist öðrum þáttum eins og aldri, kyni og fjölskyldusögu.

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu þinni vegna offitu er alltaf gott að leita til fagaðila sem hafa þekkingu og reynslu af að vinna með einstaklingum með offitu.

Offita I   

BMI yfir 30 – 34,9 getur bent til að þú sést komin með offitu. Aukin offita eykur enn frekar líkurnar á að þú þróir með þér fylgikvilla ofþyngdar og offitu. Fylgikvillar offitu geta verið sykursýki, háþrýstingur, hækkuð blóðfita, ákveðnar tegundir krabbameina, kæfisvefn og stoðkerfisvandamál.

Með aukinni offitu reynist mörgum erfiðara að létta sig og að viðhalda þyngdartapinu til lengri tíma. 

Það er mikilvægt að hafa í huga að heilsufarsáhætta getur verið mismikil og tengist öðrum þáttum eins og aldri, kyni og fjölskyldusögu.

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu þinni vegna offitu er alltaf gott að leita til fagaðila sem hafa þekkingu og reynslu af að vinna með einstaklingum með offitu.

Offita II

Ef þitt BMI er yfir 35 – 39,9 getur bent til að þú sést komin með annars stigs offitu. Það þýðir að offitan er talsverð og líkurnar á að þú þróir með þér fylgikvilla offitu aukast enn frekar. Fylgikvillar offitu geta verið sykursýki, háþrýstingur, hækkuð blóðfita, ákveðnar tegundir krabbameina, kæfisvefn og stoðkerfisvandamál.

Með aukinni offitu reynist mörgum erfiðara að létta sig og að viðhalda þyngdartapinu til lengri tíma. 

Það er mikilvægt að hafa í huga að heilsufarsáhætta getur verið mismikil og tengist öðrum þáttum eins og aldri, kyni og fjölskyldusögu.

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu þinni vegna offitu er alltaf gott að leita til fagaðila sem hafa þekkingu og reynslu af að vinna með einstaklingum með offitu.

Offita III 

BMI yfir 40 bendir til mikillar offitu. Það þýðir að offitan sé mikil og líkurnar á að þú þróir með þér fylgikvilla offitu aukast enn frekar. Fylgikvillar offitu geta verið sykursýki, háþrýstingur, hækkuð blóðfita, ákveðnar tegundir krabbameina, kæfisvefn og stoðkerfisvandamál.

Með aukinni offitu reynist mörgum erfiðara að létta sig og að viðhalda þyngdartapinu til lengri tíma. 

Það er mikilvægt að hafa í huga að heilsufarsáhætta getur verið mismikil og tengist öðrum þáttum eins og aldri, kyni og fjölskyldusögu.

Ef þú hefur áhyggjur af heilsu þinni vegna offitu er alltaf gott að leita til fagaðila sem hafa þekkingu og reynslu af að vinna með einstaklingum með offitu.

Heimildir:

  1. Who og BMI. https://www.who.int/europe/news-room/fact-sheets/item/a-healthy-lifestyle—who-recommendations
  2. Ng M, Fleming T, Robinson M, et al. Global, regional, and national prevalence of overweight and obesity in children and adults during 1980-2013: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2013. Lancet. 2014;384(9945):766-81. doi: 10.1016/S0140-6736(14)60460-8
  3. The Global BMI Mortality Collaboration. Body-mass index and all-cause mortality: individual-participant-data meta-analysis of 239 prospective studies in four continents. Lancet. 2016;388(10046):776-86. doi: 10.1016/S0140-6736(16)30175-1
  4. NCD Risk Factor Collaboration. Trends in adult body-mass index in 200 countries from 1975 to 2014: a pooled analysis of 1698 population-based measurement studies with 19.2 million participants. Lancet. 2016;387(10026):1377-96. doi: 10.1016/S0140-6736(16)30054-X.
  5. Bhaskaran K, dos-Santos-Silva I, Leon DA, et al. Association of BMI with overall and cause-specific mortality: a population-based cohort study of 3·6 million adults in the UK. Lancet Diabetes Endocrinol. 2018;6(12):944-53. doi: 10.1016/S2213-8587(18)30288-2.
  6. Lu Y, Hajifathalian K, Ezzati M, et al. Metabolic mediators of the effects of body-mass index, overweight, and obesity on coronary heart disease and stroke: a pooled analysis of 97 prospective cohorts with 1·8 million participants. Lancet. 2014;383(9921):970-83. doi: 10.1016/S0140-6736(13)61836-X.

Deila:

Um okkur

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu. 

Fylgdu okkur

Fréttabréf

Ertu með spurningar?

Ekki hika við að senda okkur línu.