Ráðgjöf og stuðningur

Ráðgjöf & stuðningur

Eftirfylgdarviðtal / Stuðningsviðtal

Offita er flókinn sjúkdómur og það getur verið mikilvægt skref að fá sérfræðihjálp til þess að meta hver næstu skref í átt að bættu heilbrigði ættu að vera. Stuðningsviðtal er mikilvægur hluti af allri meðferð hvort sem unnið er eingöngu með lífsstílsbreytingar, lyfjameðferð eða í kjölfar efnaskiptaaðgerðar. 

Í stuðningsviðtali/eftirfylgd er farið yfir heilsufarssögu þína, þyngdarþróun og megrunartilraunir, við metum hvort lyf sem þú tekur geti haft áhrif á þyngdarþróunina, skoðum niðurstöður úr blóðprufum, mælum þig með tilliti til þyngdar, fitu- og vöðvahlutfalls, förum yfir mataræðið þitt og hreyfingu. Við ræðum líka um svefn, streitu og félagslegan stuðning. Við vinnum með markmiðasetningu, hvernig sé best að yfirstíga hindranir, viðhalda áhuga og ná markmiðunum þínum.

Mundu að það getur verið krefjandi að breyta lífsstíl og það er mikilvægt að vera þolinmóður við sjálfan þig og taka lítil skref í átt að markmiðum þínum. Með heilbrigðari lífsstíl og stuðningi getur þú gert jákvæðar breytingar til að hafa áhrif á þyngdarþróunina og bætir heilsuna.

Hafir þú áhyggjur af þyngdinni og óskar eftir að fá ráðgjöf og stuðning varðandi næstu skref, mælum við með að þú bókir tíma og fáir ráðgjöf sem er sérsniðin að þínum þörfum.

Algengar spurningar

Að fara í aðgerð eða byrja að taka lyf við offitu er heilmikil ákvörðuun og stór breyting fyrir einstaklinginn. Hér eru nokkrar algengar spurningar sem margir spyrja um:

Þegar þú kemur í eftirfylgdarviðtal ræðum við um líðan þína (andlega, líkamlega og félagslega), skoðum niðurstöður úr blóðprufum. Ræðum um næringu og meltinguna. Við skoðum einnig þyngdarbreytingar, hlutfall fitu- og vöðvamassa líkamans og hvernig það hlutfall hefur breyst.  Við leggjum áherslu á að þú komir alltaf í viðtölin - við erum hér til að styðja við þig bæði þegar gengur vel og þegar á móti blæs.

Á Klíníkinni mælum við með að þú komir í viðtal eftir 6 vikur, 6 mánuði, 1 ár og svo á árs fresti. Það er mikilvægt að muna að offita er langvinnur sjúkdómur og því er nauðsynlegt að koma reglulega í viðtal jafnvel þó nokkur ár séu liðin frá aðgerðinni. Við tökum alltaf vel á móti þér jafnvel þó mörg ár séu frá aðgerðinni. 

Já það er mjög mikilvægt að fara alltaf í blóðprufu áður en þú kemur í viðtalið. Eftir efnaskiptaaðgerð geta orðið breytingar á upptöku næringarefna bæði vegna þess að matarvenjur breytast og vegna þess að sjálfur meltingarvegurinn er breyttur frá þvi sem áður var. Mikilvægt er að fara í blóðprufur á hverju ári til að fylgjast með vítamín og steinefnabúskapnum jafnvel þó þú hafir alltaf verið með eðlilegar blóðprufur. 

Nei, Við mælum með að þú takir vítamín ævilangt eftir aðgerð. Jafnvel þó blóðprufurnar hafi komið vel út þá er ekki mögulegt að mæla öll vítamín og steinefni í blóðprufu. Mataræðið er oft einhæft og upptaka vítamína og steinefna er stundum önnur en hún var fyrir aðgerð. Vítamínbúskapurinn getur breyst smátt og smátt og það getur verið erfitt að vinna sig upp aftur ef skorturinn verður mikill. Mundu að fara reglulega í blóðprufu.

Eftirfylgdarviðtal

Mestu skiptir að við ræðum um það sem skiptir þig máli. 

Ertu með spurningu eða ábendingu?

Við gerum okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum.