Breyt­ing­ar á greiðsluþátt­töku Sjúkra­trygg­inga Íslands á lyfj­um sem notuð eru til að meðhöndla offitu og fyr­ir­byggja al­var­lega fylgi­sjúk­dóma offitu leiða til mis­mun­un­ar sjúk­linga eft­ir efna­hag og hindra heil­brigðis­starfs­fólk í að veita viðeig­andi meðferð í bar­áttu við einn stærsta heilsu­far­svanda þjóðar­inn­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Þar kall­ar hún eft­ir því að breyt­ing­ar á greiðsluþátt­töku á lyfj­un­um Wegovy og Sax­enda, sem notuð eru til að meðhöndla offitu, verði end­ur­skoðaðar án taf­ar. Sér­fræðing­ar stofn­un­ar­inn­ar séu boðnir og bún­ir til að koma að vinnu við þá end­ur­skoðun til að tryggja hags­muni skjól­stæðinga heilsu­gæsl­unn­ar.

Sjúkratryggingar Íslands.
Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Meðferð með lyfj­un­um Wegovy og Sax­enda get­ur gagn­ast hópi ein­stak­linga með sjúk­dóm­inn offitu vel en með hert­um skil­yrðum fyr­ir greiðsluþátt­töku er ljóst að fáir geta nýtt sér meðferð með lyfj­un­um. Heilsu­gæsl­an vek­ur at­hygli á því að með því að nýta þessi lyf með rétt­um hætti þar sem það á við er lík­legt að hægt sé að bæta heilsu fjölda ein­stak­linga og um leið spara sam­fé­lag­inu háar upp­hæðir vegna heil­brigðisþjón­ustu við þessa ein­stak­linga í framtíðinni,” seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Með því að tak­marka niður­greiðslu á lyfj­un­um veru­lega er efnam­inni sjúk­ling­um mis­munað enda geta efna­meiri sjúk­ling­ar eft­ir sem áður notað lyf­in með því að greiða fyr­ir þau að fullu sjálf­ir. Slík mis­mun­un geng­ur beint gegn rétt­ind­um sjúk­linga.

Þá hindra breyt­ing­arn­ar mögu­leika heil­brigðis­starfs­fólks til að veita bestu mögu­legu þjón­ustu í sam­ræmi við klín­ísk­ar leiðbein­ing­ar enda lyf­in ekki niður­greidd fyrr en vand­inn er löngu orðinn aðkallandi.

Offita er lang­vinn­ur efna­skipta­sjúk­dóm­ur sem mik­il­vægt er að meðhöndla ævi­langt með rétt­um aðferðum á mis­mun­andi stig­um sjúk­dóms­ins til að draga úr lík­um á marg­vís­leg­um áhættuþátt­um og fylgi­sjúk­dóm­um.”

Deila:

Um okkur

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu. 

Fylgdu okkur

Fréttabréf

Ertu með spurningar?

Ekki hika við að senda okkur línu.