Upplýsingar um námskeiðið

 • Staðsetning:  Hússtjórnarskólinn í Reykjavík,  Sólvallagata 12, 101 Rekjavík.
 • Dagsetning: 31. janúar 2024
 • Tímasetning: Kl. 17:00 – 21:00 (mögulega lengur)
 • Staðfestingargjald 3000,- (ekki endurgreitt)
 • Verð: 17.000.- (Lækkað verð var áður 18.900).
 • Leiðbeinendur: Dóra Svavarsdóttir 

 

Það er alltaf gott að fá hugmyndir að góðum mat og prófa sig áfram með nýjar uppskriftir. Ekki skemmir fyrir ef þær eru bæði bragðgóðar og hollar. Þetta námskeið hentar fyrir alla – óháð hvort þú hafir farið í aðgerð, ert á þyngdarstjórnunarlyfjum eða langar bara að fá bragðgóðar hugmyndir að heilsusamlegum mat. Matreiðslukvöldið er haldið í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík. 

Þetta lærum við:
 • Hvernig er best að setja upp matseðla fyrir sig og fjölskylduna
 • Eldum alls konar rétti
 • Hugmyndir af millimálum og nesti.
 • Hvernig er best að skipuleggja og geyma mat.
 • Forðast matarsóun.
 • Mundu að taka með ílát fyrir allan matinn sem þú tekur með heim.

Kennari á námskeiðinu er Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, hún hefur kennt námskeið fyrir fullorðna sl. 20 ár, með áherslu á grænmetisfæði, ofnæmi, óþol og breyttar matarvenjur. Hún átti og rak Á næstu grösum grænmetisveitingastað, Culina veisluþjónustu og hefur m.a. unnið á Sólheimum í Grímsnesi.

Við höfum áður haldið námskeið með Dóru og sem hafa fengið frábærar undirtektir. Þú færð stórt hefti með fullt af girnilegum uppskriftum og snilldaraðferðum til að búa til besta mat í heimi – heima.

 

Skráning á námskeið

Deila:

Um okkur

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu. 

Síðustu greinar

Fylgdu okkur

Fréttabréf

Ertu með spurningar?

Ekki hika við að senda okkur línu.