Þegar einstaklingur hefur verið að glíma við ofþyngd og offitu til margra ára og er jafnvel kominn með fylgikvilla vilja margir fá aðstoð við að ná niður þyngdinni.
Flestir hafa án árangurs (a.m.k. til lengri tíma) reynt allskyns kúra og átök til að létta sig. í dag er helst verið að bjóða upp á lyfjameðferðir eða skurðaðgerðir við offitu. Enn sem komið er hafa skurðaðgerðir reynst vera sú meðferð sem gagnast best og gefur langvarandi árangur hjá flestum sem kjósa þessa leið.
Hér fer Aðalsteinn yfir helstu aðgerðirnar sem framkvæmdar eru á Klíníkinni og skoðar kosti og galla auk þess hvaða árangurs má vænta eftir aðgerð.