Þegar einstaklingur byrjar á lyfi eins og Wegovy er eftirfylgd mjög mikilvæg. Í fyrsta lagi er mikilvægt að átta sig á því að lyfin eru yfirleitt hugsuð sem lífstíðarmeðferð jafnvel þótt þú náir viðunandi þyngdartapi og betri lífsgæðum þá er ákveðin hætta á þyngdaraukningu ef  hætt er á lyfinu.  Einnig skiptir máli að vera með réttar væntingar til áhrifa lyfsins. En meðal þyngdartap á lyfinu er um 15-17% af þyngdinni við upphaf meðferðar, sumir gætu lést minna en aðrir meira. Vegna aukaverkana eru sumir sem þurfa að hætta á lyfinu. 

Í eftirfylgdinni er lögð áhersla á að þú skiljir hvernig lyfið virkar, hvernig sé best að haga mataræðinu og unnið er með markmið. Einnig er fylgst með heilsufari þínu með blóðprufum, líkamsgreiningu ásamt viðtölum. 

 

Deila:

Um okkur

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu. 

Fylgdu okkur

Fréttabréf

Ertu með spurningar?

Ekki hika við að senda okkur línu.