Upplýsingar um námskeiðið

  • Staðsetning:  Hússtjórnarskólinn í Reykjavík,  Sólvallagata 12, 101 Rekjavík.
  • Dagsetning: 31. janúar 2024
  • Tímasetning: Kl. 17:00 – 21:00 (mögulega lengur)
  • Staðfestingargjald 3000,- (ekki endurgreitt)
  • Verð: 17.000.- (Lækkað verð var áður 18.900).
  • Leiðbeinendur: Dóra Svavarsdóttir 
Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt og fróðlegt námskeið þar sem við lærum meðal annars:
  • Hvernig er best að setja upp matseðla fyrir sig og fjölskylduna
  • Hugmndir af millimálum og nesti.
  • Hvernig er best að skipuleggja og geyma mat.
  • Forðast matarsóun.
  • Mundu að taka með ílát fyrir allan matinn sem þú tekur með heim.

Kennari á námskeiðinu er Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, hún hefur kennt námskeið fyrir fullorðna sl. 20 ár, með áherslu á grænmetisfæði, ofnæmi, óþol og breyttar matarvenjur. Hún átti og rak Á næstu grösum grænmetisveitingastað, Culina veisluþjónustu og hefur m.a. unnið á Sólheimum í Grímsnesi.

Við höfum áður haldið námskeið með Dóru og sem hafa fengið frábærar undirtektir. Þú færð stórt hefti með fullt af girnilegum uppskriftum og snilldaraðferðum til að búa til besta mat í heimi – heima.

 

Skráning á námskeið

Deila:

Um okkur

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu. 

Fylgdu okkur

Fréttabréf

Ertu með spurningar?

Ekki hika við að senda okkur línu.