Efnaskiptateymi Klíníkurinnar samanstendur af læknum, hjúkrunarfæðingum, lýðheilsufræðingum og næringarfræðingi. Hlutverk teymisins er að veita heildræna þjónustu óháð því hvaða leið þú velur til að hjálpa þér í baráttunni við offitu. Við sérhæfum okkur í að þjónusta einstaklinga sem óska eftir að fara í efnaskiptaaðgerð (magaermi, hjáveitu, mini-hjáveitu) eða lyfjameðferð vegna offitu.
Allir sem hafa farið í aðgerð eða eru á lyfjum eins og Wegovy og Ozempic ættu að koma í reglulegt eftirlit jafnvel þó lang sé liðið frá aðgerð/fyrsta lyfjaskammti.
Allir sem leita til okkar óháð hvort valið sé aðgerð eða lyfjameðferð er boðið upp á eftirfylgd eins lengi og hver og einn óskar.
Hægt er að bóka viðtal á heimasíðunni eða með því að hringja í Klíníkina, sími: 519 7000
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna til okkar í viðtal.