Námskeiðið hentar fyrir einstaklinga sem hafa gengist undir efnaskiptaaðgerð eða eru að taka þyngdarstjórnunarlyf eins og Wegovy. Markmiðið er að veita fræðslu, hvatningu og stuðning fyrir þig á þessari vegferð.
Námskeið er 3 skipti, 1,5 -2 klst í senn. Farið verður yfir helstu áherslur sem einstaklingar þurfa að tileinka sér hvort sem þú hefur farið í efnaskptaaðgerð og/eða notar þyngdarstjórnunarlyf.
Við leggjum áherslu á að hér verði hægt að spjalla saman, deila reynslu og þekkingu að vild.
Bríet og Rut hjúkrunarfræðingar á Klíníkinni ræða á þessu námskeiði um mataræði, hreyfingu og áskoranir sem því fylgja að hafa farið í efnaskiptaaðgerð/lyfjameðferð og hvernig megi auka vellíðan og lífsgleði á þessari vegferð.
Upplýsingar um námskeiðið
- Staðsetning: Heima í stofu á Zoom.
- Dagsetning: 10, 17 og 24 september 2024.
- Tímasetning: Kl. 19:30 – 21:00.
- Staðfestingargjald 5000,- (ekki endurgreitt).
- Verð: 12900.-
- Leiðbeinendur: Bríet og Rut.