Námskeiðið er hannað fyrir einstaklinga sem hafa nýlega gengist undir efnaskiptaaðgerð (fyrir meira en 6 mánuðum) og vilja rifja upp og vinna nánar með lífstílsbreytingarnar, fá stuðning og hvatningu í hóp auk þess að fá fræðslu um ýmislegt sem tengist þessum breytta lífsstíl.  

Námskeið er 3 skipti, 1,5 – 2 klst í senn. Farið verður yfir helstu áherslur sem einstaklingar þurfa að tileinka sér eftir magaermi, mini-hjáveitu og/eða hefðbundna hjáveitu.

Við leggjum áherslu á að hér verði hægt að spjalla saman, deila reynslu og þekkingu að vild.

Bríet og Rut hjúkrunarfræðingar og Dagný næringarfræðingur ræða á þessu námskeiði um mataræði, hreyfingu og áskoranir sem því fylgja að hafa farið í efnaskiptaaðgerð og hvernig megi auka vellíðan og lífsgleði á þessari vegferð. 

Upplýsingar um námskeiðið

  • Staðsetning:  Klíníkin, Ármúla 9, 108 Reykjavík
  • Dagsetning: Þriðjudagana 7., 14. og 21. nóvember 2023
  • Tímasetning: Kl. 17:00 – 18:30
  • Staðfestingargjald 5000,- (ekki endurgreitt)
  • Verð: 17900.- 
  • Leiðbeinendur: Bríet, Rut og Dagný

Skráning á námskeið

Deila:

Um okkur

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu. 

Önnur námskeið

Fylgdu okkur

Fréttabréf

Ertu með spurningar?

Ekki hika við að senda okkur línu.