Sigurður er kviðarholsskurðlæknir með áherslu á aðgerðir í efri hluta kviðarhols. Undir sérsvið hans falla aðgerðir á maga og vélinda, lifur og gallvegum. Hann hefur víðtæka reynslu í kviðsjáraðgerðum á þessum líffærum t.d. hlutabrottnám á maga, vélindabakflæðisaðgerðum, þindarslitsagerðum auk aðgerða á gallblöðru og lifur. Kviðslitsaðgerðir á íþróttamönnum hafa verið sérstakt áhugamál Sigurðar. Hann hefur áratuga reynslu af maga- og ristilspeglunum auk speglana á gallvegum. Í Klínikinni mun Sigurður starfa náið með Aðalsteini Arnarsyni skurðlækni og offituteyminu.
Sigurður lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1986. Hann stundaði síðan sérnám í skurðlækningum við Ninewells sjúkrahúsið í Skotlandi frá 1990-2000 undir handleiðslu Prof. A. Cuschieri sem var brautryðjandi í heiminum í kviðsjáraðgerðum. Hann lauk sérfræðiprófi frá Royal College of Surgeons 1995.
Eftir heimkomu til Íslands árið 2000 hefur Sigurður starfað sem sérfræðingur á
Kviðarholsskurðdeild LSH. Hann hefur einnig gegnt hlutastöðu á St. Jósefesspítala og Sjúkrahúsi Akraness auk þess að vera með stofurekstur í Domus Medica og síðar í Miðstöð Meltinga í Glæsibæ.