Reynslusögur

Reynslusögur

„Mér finnst maga­erm­araðgerð ekki tabú í dag. Þannig að ef þetta hjálp­ar þér, hvað er þá að því að fara í þetta?"

Trúba­dor­inn Bóas Gunn­ars­son er 32 ára Hús­vík­ing­ur sem hef­ur spilað á gít­ar frá barns­aldri en gerði gít­ar­leik­inn og söng að at­vinnu fyr­ir tíu árum. Síðan þá hafa hann og söng­kon­an Lilja Björk Jóns­dótt­ir eign­ast dótt­ur­ina Unni Freyju, 7 ára, en parið er dug­legt að halda uppi stuðinu á ýms­um viðburðum um allt land. Fyr­ir um einu og hálfu ári gekkst hann und­ir maga­erm­araðgerð og hef­ur misst 72 kíló síðan þá.  Sjá nánar í frétt Morgunblaðsins:  „Ég er búinn að missa 72 kíló síðan ég fór í aðgerðina“ (mbl.is)

„Fyr­ir ári síðan tók ég bestu ákvörðun í heimi fyr­ir sjálf­an mig og fór í mini-hjá­v­eitu".

Fyrir ári síðan tók ég bestu ákvörðun í heimi fyrir sjálfan mig og fór í mini-hjáveitu. Í byrjun árs 2023 var ég alveg kominn á botninn og langaði ekki að lifa lengur. Ofþyngdin var virkilega farin að taka sinn toll af líkamlegri og andlegri heilsu og getu. Ég hef alltaf verið í ofþyngd síðan ég man eftir mér og prófað allskonar megrunarkúra. Ég hef meðal annars farið á meðferðamiðstöð fyrir matarfíkn og stanslausar ferðir til næringarfræðings síðan ég var barn, en án árangurs. Ég glímdi við eigin fordóma fyrir aðgerðum eins og þessum en ég vissi að þetta var orðið það eina í stöðunni – og ég sé alls ekki eftir því í dag. Margir horfa á svona aðgerðir sem “svindl” en ég horfi á þetta sem hjálpartæki. Það er hellings vinna sem fylgir því að fara í stóra aðgerð sem þessa. Hármissirinn, allt stressið og að þurfa að læra að borða upp á nýtt er meðal þess sem fylgir. Þetta hefur tekið mikið á og hefur alls ekki alltaf verið auðvelt.
Það eina sem ég hef tapað eru 70 kg og léttirinn og gleðin leynir sér ekki. Foreldrar mínir og vinir áttu stóran þátt í því að þetta gat orðið að veruleika og ég er þeim ævinlega þakklátur.
Þessi aðgerð bjargaði lífi mínu og loksins elska ég sjálfan mig og lífið.

Þessi færsla er frá Instagramsíðu Brynjars sjá hér: binniglee

 #skinnyglee

Fékk nýtt líf

Dagbjört Pálsdóttir

Líður eins og ég hafi yngst um 10 ár

Ég hef alltaf frá því ég var 17 ára gamall barist við auka kíló. Ég hef reynt allskyns aðferðir að ná þeim af mér en með misgóðum árangri. Ég var í nóvember árið 2021 orðinn 186kg. Kominn með kæfisvefn, átti erfitt með daglegt heimilishald og meira segja var það orðið að kvöl bara við það að klæða sig í skó. Eftir að ég hætti að drekka í ágúst 2021 byrjaði andlegur undirbúningur hjá mér fyrir þessa aðgerð, ég hafði dreymt um hana þar sem tveir góðir vinir mínir höfðu farið í samskonar aðgerð hjá Klíníkinni með mjög góðum árangri en ég vissi að ég þyrfti að skrúfa hausinn rétt á áður en ég færi undir hnífinn. Sem ég gerði og fór í aðgerðina í lok nóvember 2021. Í dag þegar ég skrifa þetta er ég 92kg sem þýðir að ég er búinn að léttast um 94kg síðan ég fór í aðgerðina. Ég sef á næturnar, þarf ekki að leggja mig yfir daginn eftir vinnu og allar hreyfingar og daglegt amstur er orðinn svo yndislega áreynslulaust. Ég er uppfullur af orku og líður að ég hafi yngst um 10 ár. Ég á þessari aðgerð öllu að þakka að ég eigi þessa yndislegu fjölskyldu sem ég hef eignast því þó maður lýti betur út þá er það ekki heila málið því andlega heilsan er fjórfalt betri en þegar ég var helmingi þyngri, þetta helst allt í hendur. Ég gæti ekki mælt meira með honum Aðalstein og öllu því starfsfólki sem vinnur hjá Klíníkinni og ef þú ert búinn að vera í endalausu stríði við aukakílóin og það er að angra bæði þig og þína fjölskyldu þá er þetta rosalega góð leið.

Jóhann Ólafur 

Aðgerðin er verkfæri

Takk fyrir að hafa hjálpað mér að finna “mig” og lífið mitt aftur. 

Lífið hefur tekið undraverðum breytingum undanfarna mánuði og þó að það hafi tekið tíma að finna sína rútínu hvað varðar að ná að innbyrgða nóg af vökva og ekki of lítið af hitaeiningum til að líkaminn fari ekki mínus þá hefur það gengið ótrúlega vel að aðlagast. 

Ég er allt í einu orðin konan sem borðar ekki neitt nema að hafa einhverskonar gagn af því (s.s. ekki næringarsnautt drasl), les utan á umbúðir og pæli í því hvert raunverulegt næringargildi þeirra matvæla er sem eru keypt inn á heimilið. Þegar ég kom í desember í viðtal á Klíníkina var ég 95kg (er 162cm).  Fyrir aðgerð var ég 92.2 kg. Núna er ég 72.6 kg og er búin að hlaupa undanfarna 2 mánuði lágmark 3-4x í viku og er búin að fara í 3 fjallgöngur að auki. Ég þarf mun minni svefn en áður, er miklu orkumeiri, tek þátt í öllu sem fjölskyldan mín tekur sér fyrir hendur í útivist, leik og starfi. 

Til viðbótar er ég laus við blóðþrýstingslyfin, ég þarfnast þeirra ekki lengur! Ég lít á aðgerðina mína sem verkfæri og tækifæri sem ég var svo lánsöm að fá að njóta til að öðlast betri lífsgæði. 

Ég ætla mér sannarlega að fara vel með þetta tækifæri.  

Myndirnar eru af kviðsvæðinu frá 17.mars – 17.júní (það er mánuður á milli hverrar myndar).

Aðgerð erlendis - erfið reynsla

Magaermisaðgerð

Ég fór erlendis í magaermisaðgerð sem gekk vel í byrjun en eftir fáeinar vikur hætti ég að léttast og þyngdist aftur. Ég var ósátt með árangurinn og hafði samband við Aðalstein á Klíníkinni. Hann speglaði magann og þá kom í ljós að maginn var enn jafn stór og fyrir aðgerð – líkt og ekki hefði verið gerð nein aðgerð.  Ég ákvað því að fara í nýja aðgerð á Klíníkinni.

Mín reynsla situr í mér og ég er sár og svekkt þar sem ég fékk ekki gott viðmót eða hjálp hjá þeim sem stóðu  að fyrstu aðgerðinni.   Þetta er sérstaklega sárt nú þegar ég sé hvernig árangurinn hefði átt að vera. 

Nú gengur allt vonum framar eftir aðgerðina hjá Aðalsteini á Klíníkinni og ég er í fyrsta skipti eftir öll þessi ár að sjá árangur.  

Margrét

Allt annað líf

þakk kærlega fyrir alla hjálpina og að hjálpa mér að eignast annað og miklu betra líf! 

65 kg farin!

Kveðja Hjördís Bára

Öryrki átti ekki að vera mín endastöð

Erna Hrönn söngkona, táknmálsfræðingur og fjölmiðlakona var gestur Felix í fimmunni í Fram og til baka. Hún sagði okkur af mikilvægustu já-unum í lífinu sem voru allt frá því að fá að komast í söngnám níu ára og yfir í jáið sem hún fékk frá Virk árið 2019, þá algjörlega búin á sál og líkama. Hún fór í magaermi. 

Ertu með spurningu eða ábendingu? Eða jafnvel reynslusögu?

Við gerum okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum.