Lyfjameðferðir
Upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á Wegovy lyfjameðferð við þyngdarstjórnun
Ef þú ert að velta fyrir þér lyfjameðferð til þyngdarstjórnunar, gæti Wegovy verið kostur fyrir þig. Þetta lyf, sem hefur fengið mikla athygli fyrir áhrif sín á þyngdartap, er ætlað einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að léttast með hefðbundnum aðferðum eins og mataræði og hreyfingu. Hins vegar eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla til að fá lyfinu ávísuðu.
Hverjir uppfylla skilyrðin til að fá Wegovy?
Þyngdarstuðull (BMI): Wegovy er yfirleitt ávísað til einstaklinga með BMI yfir 30, sem telst offita, eða þeim með BMI yfir 27 sem eru með tengda fylgikvilla eins og háan blóðþrýsting, greindan kæfisvefn eða með blóðfituröskun. ATH ef þú fellur ekki undir þessi viðmiðunargildi fæst lyfinu ekki ávísað.
Ábendingar um króníska ofþyngd eða offitu: Til að fá lyfinu ávísuðu þarf læknir að meta hvort þú glímir við langvarandi ofþyngd eða offitu sem ekki hefur tekist að stjórna með lífsstílsbreytingum.
Ástand sem krefst þyngdarstjórnunar: Ef ofþyngd þín er farin að hafa veruleg áhrif á heilsu þína, til dæmis ef þú ert með alvarlega þyngdartengda fylgikvilla, getur það verið hluti af ákvörðun læknis um að ávísa lyfinu.
Hvernig virkar Wegovy?
Wegovy er GLP-1 hliðstæða sem líkir eftir hormóni í líkamanum sem stjórnar svengd og seddutilfinningu. Lyfið hægir á magatæmingu og eykur tilfinningu um seddu, sem hjálpar þér að borða minna og þar með léttast.
Hvað þarftu að hafa í huga?
Áður en þú byrjar á lyfinu er mikilvægt að ræða við lækni um bæði kostina og áhættuna. Lyfið getur haft aukaverkanir, svo sem ógleði, bakflæði og hægðatregðu. Meðferðin byrjar á lágum skammti sem síðan er aukinn smám saman til að minnka líkurnar á aukaverkunum.
Er Wegovy langtímalausn?
Lyfjameðferð með Wegovy er yfirleitt hugsuð sem langtímameðferð. Rannsóknir sýna að þegar meðferðinni er hætt er hætta á að þyngdin aukist aftur. Því þarf að líta á lyfið sem hluta af heildstæðri nálgun í þyngdarstjórnun sem innifelur einnig breytingar á lífsstíl.
Hvernig er greiðsluþátttaka?
Sjúkratryggingar Íslands taka aðeins þátt í kostnaði við lyfið í takmörkuðum tilfellum, til dæmis ef BMI er 45 eða hærra og fylgikvillar eru til staðar. Ef ekki er um greiðsluþátttöku að ræða getur kostnaður við lyfið verið á bilinu 25.000-45.000 krónur á mánuði, allt eftir skammtastærð.
Er Wegovy rétt fyrir þig?
Ef þú ert að hugsa um að byrja á Wegovy er best að panta tíma hjá lækni til að meta hvort þú uppfyllir skilyrðin fyrir lyfjameðferðinni. Læknirinn mun skoða heilsufarslegar forsendur þínar og meta hvort Wegovy sé viðeigandi lausn fyrir þig.
Að stilla af lyfjameðferð með GLP-1 lyfjum er einstaklingsbundið ferli sem krefst nákvæmrar eftirfylgni. Hér er yfirlit yfir hvernig meðferðin fer almennt fram:
Fyrsta viðtal við lækni
í upphafsviðtali metur læknir hvort GLP-1 lyfjameðferð henti þér. Ef ákvörðun er tekin um að hefja meðferð er lyfseðill gefinn með byrjunarstyrkleika lyfsins. Sá skammtur er yfirleitt lágur til að draga úr líkum á aukaverkunum. Á þessu stigi er markmiðið að kanna hvort líkaminn þolir lyfið án alvarlegra fylgikvilla.
Viðtal hjá hjúkrunarfræðingi eftir 2-3 vikur
Eftir 2-3 vikna notkun fer fram viðtal hjá hjúkrunarfræðingi til að meta hvort einhverjir fylgikvillar hafa komið fram og hvort meðferðin skili árangri. Við þetta viðtal eru einstaklingar einnig vigtaðir með líkamsgreiningartæki, sem gefur nákvæma mælingu á þyngd, fituprósentu og öðrum mikilvægustu þáttum. Ef allt gengur vel er lyfjastyrkleikinn hækkaður með næsta lyfseðli.
Eftirfylgni næstu 2-3 mánuði
Næstu 2-3 mánuði fylgja regluleg símtöl eða skilaboð í gegnum Heilsuveru frá hjúkrunarfræðingi þar sem fylgst er með virkni lyfsins og mögulegum aukaverkunum. Skammturinn er smám saman aukinn þar til náð er því styrkleikastigi sem hentar þér til lengri tíma.
Langtímameðferð
Þegar rétti skammturinn hefur verið fundinn er lyfseðill gefinn sem dugar í nokkra mánuði. Allir sem eru á lyfjameðferð með GLP-1 lyfjum þurfa að koma í mælingu með líkamsgreiningartæki að lágmarki tvisvar á ári til að meta árangur og fylgjast með heilsufarslegum breytingum.
Áframhaldandi eftirfylgni
Við ráðleggjum að regluleg eftirfylgni haldist í að minnsta kosti 2 ár. Langvarandi notkun GLP-1 lyfja getur mögulega valdið bætiefnaskorti, svo sem skorti á B12 vítamíni, og því er mikilvægt að fylgjast með slíkum þáttum frá upphafi. Heilbrigður lífsstíll, þar á meðal hollt mataræði og regluleg hreyfing, er lykilatriði til að hámarka árangur meðferðarinnar.
Að fara í efnaskiptaaðgerð eða byrja að taka lyf við offitu er stór ákvörðun. Hér eru nokkrar algengar spurningar sem fólk spyr oft um:
Nei, oftast þyngjast einstaklingar aftur sem hætta á lyfjunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að offita er langvinnur sjúkdómur og meðferðin er líka ævilöng.
Já, það er mjög mikilvægt að hugað að bæði næringu, hreyfingu og andlegri heilsu þegar þú ert á lyfjameðferð við offitu. Það styður við meðferðina og eykur líkur á að þú náir betri árangri og líðan.
Algengar aukaverkanir geta verið þreyta, ógleði, niðurgangur, harðlífi, höfuðverkur og svimi.
Árangur er breytilegur en rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar séu að meðaltali að léttast um 17% af heildar þyngdinni. Jafnvel þó þú léttist einungis um 5% getur það hafti mikil áhrif á líðan og suma fylgisjúkdóma offitu.
Klíníkin hefur innan sinna raða sérfræðinga í fremstu röð á sviði lækninga auk þess að vera með fullkomnar skurðstofur og veita frammúrskarandi þjónustu við skjólstæðinga sína. Hjá okkur ertu alltaf í fyrsta sæti.
Skjólstæðingar og samstarfsfólk getur treyst á fagmennsku á öllum sviðum í Klíníkinni Ármúla.
Við sýnum skjólstæðingum og samstarfsfólki hlýleika í öllum okkar samskiptum.
Fyrsta viðtalið er við lækni. Mælt er með að mæta svo til eftirlits hjá hjúkrunarfræðingi/næringarfræðingi reglulega í amk. 6 – 12 mánuði eftir að byrjað er á lyfjagjöf.
Læknir fer yfir eftirfarandi þætti áður en ákveðið er hvort lyfjagjöf geti hentað þér.
Við gerum okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum.
Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem sérfræðingar vinna saman að bættri heilsu þinni. Markmið okkar er að vera leiðandi í þróun á öruggri hágæða læknisþjónustu.
Allur réttur áskilinn © 2023 Klínikin