Lyfjameðferð

Lyfjameðferðir

Lyf við offitu

Lyf til meðferðar við offitu eru tiltölulega nýtilkominn meðferðarmöguleiki. Upphaflega voru lyfin þróuð sem meðferð við sykursýki en svo kom fram í klínískum prófunum að lyfin ollu þyngdartapi til viðbótar við betri blóðsykurstjórnun. Á Íslandi í dag erum við helst að vinna með tvö lyf til meðferðar við offitu. Annað þeirra er lyfið Ozempic (semaglútíð) sem er í raun markaðsett sem lyf við sykursýki og fæst einungis afgreitt með niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum að því gefnu að sjúklingurinn sé með sykursýki og hafi þar að auki ekki þolað nægilega vel aðra meðferð við sykursýki (samkvæmt verklagsreglum um meðhöndlun á sykursýki týpu II). Þann 1. október kom einnig út annað lyf Wegovy sem er í raun með sama innihaldsefni en hærri skammta. Wegovy er sérstaklega ætlað til þyngdarstjórnunar og er ekki niðurgreitt af sjúkratryggingum. Þú getur lesið nánar um Wegovy hér.

Almennt þegar kemur að því að skrifa út þessi lyf skal miða við að sjúklingurinn glími við offitu (BMI < 30) eða sé í ofþyngd (BMI > 27) og glímir þar að auki við einn eða fleiri fylgikvilla offitu (sjá að ofan, sykursýki, háþrýstingur o.s.frv.) Í þeim tilfellum sem sjúklingur uppfyllir skilyrði fyrir meðferð en ekki niðurgreiðslu verður hann/hún sjálfur að standa straum af kostnaði við meðferðina.

Bæði Ozempic og Wegovy eru stungulyf, þ.e.a.s. þau eru gefin sem sprauta undir húð. Bæði lyfin eru gefin út í fyrirfram fylltum stungulyfspennum og nálar fylgja svo ýmist með eða þarf að kaupa sér.

Lyfjameðferð við offitu er eins og áður hefur komið fram nokkuð ný af nálinni en er að sýna ágætan árangur Lyfin eru þó að sjálfsögðu því háð að þau séu notuð á réttan hátt og rétt er að taka fram að lyfin valda engum viðvarandi og áframhaldandi áhrifum eftir að meðferð er hætt. Þess vegna leggjum við á Klíníkinni mikla áherslu á að sjúklingarnir okkar vinni að því að breyta lífstíl sínum og matarvenjum til betri vegar samhliða lyfjameðferðinni og erum tilbúin til að bjóða fram aðstoð okkar á þessari vegferð.

Wegovy í baráttunni við offitu

Wegovy fékk markaðsleyfi á Íslandi 1. október 2023. Lyfin Ozempic og Wegovy innihalda sama virka efnið, semaglutid og eru þannig í raun sama lyfið. Ozempic er gefið sem lyf til að meðhöndla sykursýki og er gefið í lægri skömmtum en Wegovy sem meðferðarúrræði við offitu. 

Hvernig virkar lyfið? 

Í stuttu máli virkar lyfið þannig að það dregur úr svengdartilfinningu og hægir á magatæmingu. Þú upplifir því að vera minna svöng/svangur og borðar minna.  

Fyrir hvern er Wegovy? 

Wegovy er fyrir einstaklinga með BMI hærra en 30 eða fyrir einstaklinga sem eru 27 í BMI eða hærri og að auki með einn eða fleiri fylgisjúkdóma eins og: sykursýki, háþrýsting, of háar blóðfitur, kæfisvefn og/eða hjarta og æðasjúkdóma. Þú getur reiknað þitt BMI hér.

Lyfið er hugsað sem viðbót við heilsusamlegt mataræði og reglubundna hreyfingu og hafa rannsóknir sýnt fram á að sjúklingar geti verið að léttast að meðaltali um 15 -17% af líkamsþyngd sinni. 

Þess má geta að einstaklingar sem hafa farið í efnaskiptaaðgerð geta einnig notað lyfið og hefur það í sumum tilfellum hjálpað við aukið þyngdartap t.d. ef einstaklingur hefur þyngst aftur eftir aðgerð eða ekki náð ásættanlegu þyngdartapi. 

Hvernig er lyfið tekið inn? 

Lyfið er stungulyf og gefið undir húð einu sinni í viku og þarf að trappa upp skammtana smá saman eftir því  hvernig sjúklingurinn þolir lyfið. Yfirleitt er byrjað með 0,25mg skammti, smátt og smátt er skammturinn aukinn upp í 2,4 mg eða eins og hentar best fyrir sjúklinginn. Upptröppunin getur tekið allt að 4 mánuði.  

Hvaða aukaverkanir getur lyfið haft? 

Eins og flest lyf er það ekki laust við aukaverkanir en þær helstu eru óþægindi frá meltingarvegi. 

  • Ógleði og uppköst (vegna þess að lyfið hægir á meltingarstafsemi) 
  • Hægðatregða – sama ástæða og hér að ofan – mikilvægt að drekka vel.  
  • Þreyta – gæta þess að næra sig nóg þrátt fyrir minnkandi matarlist.  

Hvað gerist ef þú hættir að nota lyfið? 

Margar ástæður geta verið fyrir því að einstaklingur vilji eða þurfi að hætta meðferðinni og þá er mikilvægt að muna að matarlyst og skammtastærðir geta aukist að nýju og hætta er á þyngdaraukningu. 

Hvað kostar lyfið? 

Wegovy er ekki niðurgreitt af sjúkratryggingum nema í undantekningartilfellum og því þarf sjúklingurinn sjálfur að standa straum af kostnaði við að nota lyfið. 

Hámarks smásöluverð fyrir upphafsskammtinn (0,25mg) er kr. 27.369. Hámarksverð fyrir hæsta skammt  (2,4 mg) er kr.43.404.  

Hver getur ávísað lyfinu? 

Læknir þarf að ávísa lyfinu. 

Þú getur fengið nánari upplýsingar um lyfið og hvort það geti hentað þér með því að bóka viðtal á Klíníkinni. 

Við mælum einnig með að kynna sér vel lyfjaupplýsingarnar um Wegovy

Hér er dæmi um hvernig eftirfylgdinni er háttað eftir að þú hefur lyfjameðferðina:

Algengar spurningar

Að fara í aðgerð eða byrja að taka lyf við offitu er heilmikið mál og stór breyting fyrir einstaklinginn. Hér eru nokkrar algengar spurningar sem fólk spyr oft um:

Nei, oftast þyngjast einstaklingar aftur sem hætta á lyfjunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að offita er langvinnur sjúkdómur og meðferðin er líka ævilöng.

Já, það er mjög mikilvægt að hugað að bæði næringu, hreyfingu og andlegri heilsu þegar þú ert á lyfjameðferð við offitu. Það styður við meðferðina og eykur líkur á að þú náir betri árangri og líðan.

Algengar aukaverkanir geta verið ógleði, niðurgangur, harðlífi, höfuðverkur, munnþurkur og svimi. 

Árangur er breytilegur en rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar séu að meðaltali að léttast frá 5-17% af heildar þyngdinni. Jafnvel þó þú léttist einungis um 5% getur það hafti mikil áhrif á líðan og suma fylgisjúkdóma offitu.

Af hverju að velja Klíníkina?

Klíníkin hefur innan sinna raða sérfræðinga í fremstu röð á sviði lækninga auk þess að vera með fullkomnar skurðstofur og veita frammúrskarandi þjónustu við skjólstæðinga sína. Hjá okkur ertu alltaf í fyrsta sæti.

FAGMENNSKA

Skjólstæðingar og samstarfsfólk getur treyst á fagmennsku á öllum sviðum í Klíníkinni Ármúla.

HLÝLEIKI

​​Við sýnum skjólstæðingum og samstarfsfólki hlýleika í öllum okkar samskiptum.

ELDMÓÐUR

Við erum lausnamiðuð og jákvæð gagnvart viðskiptavinum og samstarfsfólki og sinnum okkar starfi af eldmóði.

TRAUST

Skjólstæðingar og starfsfólk getur treyst á þagmælsku og heiðarleika í öllum okkar samskiptum.

Fyrsta viðtalið er við lækni. Mælt er með að mæta svo til eftirlits hjá hjúkrunarfræðingi/næringarfræðingi reglulega í amk. 6 – 12 mánuði eftir að byrjað er á lyfjagjöf. 

Upphafsviðtal við lækni

Læknir fer yfir eftirfarandi þætti áður en ákveðið er hvort lyfjagjöf geti hentað þér. 

Ertu með spurningu eða ábendingu?

Við gerum okkar besta til að svara öllum fyrirspurnum.